Tindastóll

 

 

Tindastóll er sem stendur í fjórða sæti Dominos deildarinnar, tveimur stigum (einum sigurleik) á eftir KR, ÍR og Haukum, sem deila toppsætinu. 

 

Þrátt fyrir að hafa oft verið með gott lið, þá hefur Tindastóll aðeins einusinni leikið til úrslita í bikarkeppninni. Það var árið 2012, en þá töpuðu þeir fyrir Keflavík.

 

Tindastóll sigraði eina leik sinn gegn Haukum þetta tímabilið þann 2. nóvember síðastliðinn heima í Síkinu. Mikið gerst síðan þó, Chris Caird hættur, Antonio Hester meiddist, en er að koma til baka og þá hafa Haukar vaxið með komu Kára Jónssonar (sem var með í þessum síðasta leik, en var þá frekar nýr) 

 

Þrátt fyrir þetta er Tindastóll með eitt best mannaða lið landsins. Sé Hester nálægt því að vera við fulla heilsu, eru þeir með einn besta erlenda leikmann deildarinnar. Þá eru þeir með eitt besta bakvarðapar deildarinnar í þeim Pétri Rúnari Birgissyni og Arnari Björnssyni og gífurlega reynslu í Axeli Kárasyni og Helga Rafni Viggóssyni. Hafa í raun og veru allt til alls til þess að bæði sigra Hauka og fara í úrslitin. Það eina sem maður setur spurningamerki við er hvaða Tindastóls lið það verði sem að mæti til leiks. Því eins frábærir og þeir hafa verið í mörgum leikjum í vetur, hafa þeir einnig verið skelfilegir í öðrum. Verður áhugavert að sjá.

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Haukum miðvikudaginn 10. janúar kl. 20:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: Sigur í Síkinu þann 2. nóvember síðastliðinn 91-78

Viðureign í 8 liða úrslitum: 78-74 sigur á ÍR

Viðureign í 16 liða úrslitum: 70-104 sigur á Val

Viðureign í 32 liða úrslitum: 84-76 sigur á Þór

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

 

 

 

Fylgist með: Arnari Björnssyni

 

Eftir að hafa átt frábært tímabil með Skallagrími í fyrra, skipti Arnar yfir í Tindastól í sumar. Frábær leikmaður á báðum endum vallarins sem gæti á hvaða kvöldi sem er sett 30+ stig. Var í æfingahóp íslenska landsliðsins síðasta sumar og var einn sá síðasti til þess að vera sendur heim áður en að liðið fór á EuroBasket í Finnlandi. Var svo kominn í liðið fyrir leiki þess gegn Tékklandi og Búlgaríu í heimsmeistaramótinu í nóvember.

 

Viðtöl: