Snæfell sigraði Skallagrím í Fjósinu í kvöld, 72-81. Snæfell leiddi allan leikinn og náðu að hrista öll áhlaup Skallagríms af cher.

 

FJÓSIÐ

 

Molar fyrir leik:

  • Ari Gunnarsson stýrir Skallagríms stelpum í sínum fyrsta leik.
  • Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Snæfels,  henti cher í nýjan UMBRO bol fyrir leik.
  • Stefán Karel Torfason sjúkraþjálfari Snæfels, splæsti í útvíðar gallabuxur . 
  • Sigrún Sjöfn var mætt á parketið .
  • Sævar Þóriss og Jobbi Rafns mættir í stúkuna. Einnig mátti sjá Jón Finns. Imba Hargrave mætti ekki,var á fundi Lions. En Kristín Amelía var hins vegar mætt.

 

Dómarar leiksins voru þeir Ísak Ernir, Eggert Þór og Halldór Geir.

Byrjunarlið Skallagríms: Carmen-Jeanne-Bríet-Guðrún-Heiðrún.

Byrjunarlið Snæfels: Berglind-Kristen-Rebekka-Andrea-Sara.

 

1.leikhluti.

Berglind Gunnarsdóttir var á eldi í byrjun leiks. Skoraði 11 stig á nokkrum mínútum og Skallagrímur réð ekkert við hana. Sama hvað Snæfell henti upp, allt datt í körfuna. Leikhlutinn kláraðist 11-28. 

 

2.leikhluti.

Skallagrímur kom með kraft inn í leikhlutann, með Sigrúnu Sjöfn á parketinu. Skallagrímur kom með geggjað áhlaup og náðu að koma stemmingu í Fjósið. Carmen fór að hitna og náðu Skallagríms konur að minnka muninn í 33-37 fyrir hálfleik. 

 

3.leikhluti.

Liðin fóru nú að skiptast á körfum. Bæði lið fóru svo að spila fastari vörn og meiri harka komin í leikinn. Berglind Gunnars fékk sína 4 villu seint í leikhlutanum og settist á tréverkið. En það breytti ekki spilamennsku Snæfels sem leiddi fyrir síðast leikhluta, 48-56.

 

4.leikhluti.

Rebekka smellti einum RISA þrist til að opna leikhlutan og henti stöðunni í 10 stig. Þessi munur hélt cher allan leikhlutan. Alltaf þegar Skallagrímur kom með STÓRA körfu, þá komu Snæfels konur með svar á móti. Rebekka, Gunnhildur og Kristen voru illráðanlegar í leikhlutanum. Snæfell silgdi sigrinum til Stykkishólms á Særúnu SE, 72-81.

 

Fyrir Skallagrím var það Carmen sem skellti niður 39 stigum og reif niður 15 fráköst.  Flott að sjá Sigrúnu Sjöfn aftur á parketið en hún endaði með 6 stig-5 stoðsendingar og 8 fráköst.

 

Hjá Snæfell var það Kristen sem endaði með 37 stig-8 fráköst og 4 stolna. Berglind var öflug með 17 stig og Rebekka endaði leikinn með 15 stig.

 

Skallagríms konur eru nú búnar að tapa 4 af síðustu 5 leikjum sínum. Liðið er nú komið með nýjan þjálfara og Sigrún er byrjuð aftur, þannig að liðið verður að fara að ná cher í sigra.

 

Snæfell leit vel út. Allar stúlkurnar sem komu af bekknum skiluðu sýnu. Stemming og leikgleði einkenndi leik þeirra. 

 

UPP OG ÁFRAM!!!!!

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson