Íþróttastöðin Sport TV hefur hafið beinar útsendingar frá spænsku ACB deildinni eða úrvalsdeildinni þar í landi. Útsendingar hófust í gærkvöldi þegar Real Madrid vann 81-69 sigur á Baskonia.
Spænska úrvalsdeildin hefur verið talin ein sterkasta deild Evrópu en mörg sterk lið leika í deildinni. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í deildinni en Tryggvi Snær Hlinason leikur með Valencia sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Sýnt verður frá leikjum á sunnudögum á aðalstöð stöðvarinnar en næstkomandi sunnudag verða leikir Zaragoza og Estudiantes annars vegar og hinsvegar stórleikur Baskonia og Valencia.
Sport TV hóf einnig sýningar á sterkustu deild evrópu, Euroleague á dögunum og því ljóst að það er körfuboltaveisla framundan í á stöðinni. Hægt er að finna hana á rás 13 á myndlyklum Símans en rás 29 á myndlykum Vodafone.
Spænski körfuboltinn í beinni í kvöld. Svokölluð veisla. pic.twitter.com/IRyQVcce3i
— Sporttv.is (@SportTV_is) January 3, 2018