Haukastelpur voru mættar í Hólminn í dag án Helenu Sverrisdóttur og með nýjan erlendan leikmann Witnhey Fraizer sem lék áður með Grindavík. Síðasta leik í Hafnarfirði unnu Snæfellsstúlkur og var klár að hart yrði barist í dag.

 

Haukar opnuðu vörn Snæfells uppá gátt hvað eftir annað í byrjun og leiddu í upphafi, komust með tíustigum yfir 9-19 og leiddu 14-22 eftir fyrsta leikhluta.

 

Snæfell skelltu í svæðisvörn og Gunnhildur Gunnars kom gríðarlega sterk inn hjá heimastúlkum sem jöfnðu leikinn og staðan í hálfleik 38-38.

 

Í þriðja leikhluta var jafnræði á milli liðanna og mikil barátta. Berglind Gunnars lenti í villuvandræðum snemma í þriðja leikhluta sem hafði mikil áhrif á leik heimastúlkna.  Dýrfinna var aðleika vel fyrir Hauka en Haukar leiddu 53-54 eftir þrjá leikhluta.

 

Í fjórða leikhluta náðu Haukar með tveimur þriggja stiga körfum Dýrfinnu 7 stiga forystu en Snæfellsstúlkur náðu að auka í pressuna og stálu boltanum í fjórgang og allt í járnum.  Snæfellsstúlkur komust 66-59 yfir þegar um 2 mínútur voru eftir af leiknum.  Haukar náðu fljótlega að minnka muninn í 66-61. Anna Lóa minnkaði muninn í 66-65 og um 55 sekúndur eftir.  Kristen McCarthy fékk tvö vítaskot eftir mikla baráttu undir körfu Hauka og klikkaði hún  á báðum skotunum.  Haukar brunuðu upp og klikkaði Dýrfinna úr upplögðu færi með 8 sekúndur eftir á klukkunni en það var Rebekka Rán sem fékk síðasta skot venjulegs leiktíma sem var nálægt því að fara ofan í en svo var ekki og því var framlengt.  

 

Gunnhildur byrjaði á því að stela boltanum og koma Snæfell yfir 68-66 en næstu fjögur stig voru Withney og Hauka yfir 68-70. Andrea Björt jafnaði svo fyrir Snæfell með góðu skoti úr horninu og staðan 70-70. Þóra Kristín bjó svo til opið færi fyrir Whitney sem kláraði vel 70-72.
Helga Hjördís fékk opið þriggja stiga skot sem geigaði og Whitney brunaði upp og kom Haukum í 70-74.
Snæfell töpuðu svo boltanum og Þóra negldi síðasta naglann í kistuna hjá Snæfell með þriggja stiga körfu 70-77. Snæfell náðu ekki að komast mikið nær og lokatölur 76-79 Haukum í vil.

 

Snæfellsstúlkur sem lentu í tvígang 10 og 9 stigum undir gerðu mjög vel að gera leikinn að sínum þegar skammt var eftir en slæmar ákvarðanir og hræðileg vítanýting gerði það að verkum að Haukar náðu leiknum í framlengingu.

 

Haukar voru sprækari í framlengingunni og fóru heim með stigin 2.

 

Stigaskor Snæfells: Kristen McCarhty 33 stig og 18 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 11 stig og 4 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11 og 6 stolna, Andrea Björt Ólafsdóttir 9 stig og 5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8 stig, Anna Soffía Lárusdóttir 2 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2 stig, Sara Diljá Sigurðardóttir 0 stig, Júlía Scheving Steindórsdóttir 0 stig, Thelma Lind Hinriksdóttir, Inga Rósa Jónsdóttir, Kristín Birna Sigfúsdóttir.

 

Stigaskor Hauka: Whitney Fraizer 28 stig og 19 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 25 stig, Rósa Björk Pétursdóttir 8 stig og 9 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir 5 stig og 6 stoðsendingar, Sigrún Ósk Ólafsdóttir 5 stig, Magdalena Gísladóttir 0 stig, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0 stig,  Stefánía Ósk Ólafsdóttir, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Fanney Ragnarsdóttir, Karen Lilja Owolabi.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)