Skallagrímur hefur ákveðið að slíta samningi sínum við Richardo Dávíla þjálfara meistaraflokks kvenna. Richi kom til liðsins fyrir tímabilið en eftir tapið í undanúrslitum Maltbikarsins honum sagt upp störfum. Þetta staðfestu forsvarsmenn Skallagríms í samtali við Karfan.is í morgun. 

 

Eftir tapið gegn Njarðvík í Maltbikarnum var ósætti milli hans og Carmen Tyson-Thomas sem kenndi þjálfaranum um tapið. Því var ljóst að óeining var á milli þjálfarans og leikmanna. 

 

Yfirlýsing frá Skallagrím má finna hér að neðan:

 

 

 

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur slitið samstarfi við Richardo González Dávila þjálfara m.fl.kvenna og yngri flokka hjá félaginu. Unnið er að ráðningu nýs þjálfara liðsins sem er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni fjögurra efstu liða í Dominosdeild kvenna. Einnig varðandi þjálfun og umsjón þeirra æfinga sem Richardo sá um fyrir yngri flokka félagsins. Körfuknattleiksdeild Skallagríms þakkar þjálfaranum og fjölskyldu hans öflugt framlag til félagsins og óskar þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Áfram Skallagrímur !