Efsta lið 1. Deildar karla renndu í Hólminn í kvöld og sigruðu Snæfell 95-100 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 37-47 Skallagrím í vil. Aaron Parks var stigahæstur með 32 stig en maður leiksins var Bjarni Guðmann Jónsson með 22 stig og 12 fráköst, þar af 8 sóknarfráköst. Hjá Snæfell var Christian Covile stigahæstur með 31 stig og 19 fráköst en næstir voru Viktor Alexandersson og Geir Elías Helgason með 17 stig hvor.

 

 

Fyrir leikinn voru Skallagrímur eftir í deildinni með 11 sigra en Snæfell í þriðja sæti með 9 sigra.  Skallagrímur sigruðu Snæfell á sínum heimavelli fyrr í vetur 108-97.

 

Snæfell hófu leikinn betur og leiddu 7-2 áður en Skallar náðu að jafna 10-10, jafnt var á nánast öllum tölum út leikhlutann og staðan 27-27 að honum loknum. Skallagrímsmenn skiptu þá í svæðisvörn og héldu heimamönnum vel í skefjum, leikhlutinn eign gestanna sem sigruðu hann 10-20 og leiddu í hálfleik 37-47.

 

Þriðji leikhluti var frábær hjá Snæfell sem misstu Geir Elías útaf vegna hnémeiðsla og opnuðu svæðisvörina á alla kanta og sigruðu leikhlutann 33-20 og leiddu 70-67. Mikil stemmning var komin í Snæfellsliðið og leikurinn hin mesta skemmtun.

 

Skallagrímsmenn sýndu mikla áræðni og komust yfir 72-76 þar sem þeir hirtu hvert sóknarfrákastið á eftir öðru. Chris nær að jafna með risa skoti 83-83, en sex stig í röð frá Eyjólfi voru drjúg fyrir gestina á meðan Snæfell fóru illa með vítaskotin sín, lokatölur 95-100 og Skallagrímsmenn áfram einir á toppi deildarinnar.

 

Stigaskor Snæfells: Christian Covile 31 stig og 19 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 17 stig og 7 fráköst, Geir Elías Helgason 17 stig og 4 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 8 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 8 stig, Jón Páll Gunnarsson 7 stig, Nökkvi Már Nökkvason 5 stig, Aron Ingi Hinriksson 2 stig, Rúnar Þór Ragnarsson 0 stig, Elías Björn Björnsson, Dawid Einar Karlsson, Eiríkur Már Sævarsson.

 

Stigaskor Skallagríms: Aaron Clyde Park 32 stig og 5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónsson 22 stig og 12 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 19 stig, 11 fráköstsýndu mikla áræðni og komst með ir ta skemmtun.

 

hann 10-20 og leiddu jarni Guðmann Jngu kom da Leif J og 8 stoðsendingar, Darrel Flake 11 stig, Kristófer Gíslason 8 stig, Áskell Jónsson 3 stig, Atli Aðalsteinsson 2 stig, Kristján Örn Ómarsson 2 stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson 1 stig, Arnar Smári Bjarnason 0 stig, Atli Steinar Ingason, Almar Örn Björnsson.

 

Skallagrímsmenn fá sterka Blika í heimsókn næstkomandi fimmtudag í fjósið en Snæfell fá Gnúpverja í heimsókn næstkomandi sunnudag.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson