Skallagrímur hafði sigur í Njarðvíkinni í dag þegar liðin tvö mættust í Dominosdeild kvenna.  Jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Skallagrímur með 7 stigum í hálfleik.  Fór svo að fjórði og síðasti fjórðungur leiksins reyndist þungur fyrir Njarðvík og gestirnir úr Borgarnesi kláruðu vel með 76:61 sigri. 

 

Skallagrímur hafði fyrir leikinn hlaðið í ansi stóra undirskrift þar sem að með liðinu spilaði nú Zimora Morrisson.  Zimora er með aldeilis fína ferilskrá en lungan úr leikferli sínum hefur hún spilað á Spáni eða í Tyrklandi.  Hér er um að ræða miðherja eins og þeir gerast bestir og komst hún vel frá sínu í kvöld með 18 stig og 11 fráköst.  Carmen Tyson Thomas fékk það hlutskipti að byrja leikinn á bekknum og virtist líka það bara nokkuð vel. En þrátt fyrir að hún hafi aðeins spilað 16 mínútur skilaði hún 25 stigum og 12 fráköstum ásamt því að senda 5 stoðsendingar.  Hjá Njarðvík var Shalonda Winton að skila sínu í 34 stigum og 15 fráköstum. 

 

Þegar öllu er á botnin hvolft þá var það tvennt sem reið baggamun í þessum leik. Annarsvegar var það nýting heimastúlkna í sínum skotum var gersamlega afleidd og svo sú staðreynd að þær virtust ekki hafa þol í síðasta fjórðung leiksins en þar lönduðu Skallagrímur sigrinum með því að skora 24 stig gegn aðeins 15 stigum heimastúlkna.  Leikur þessi var forsmekkur af undanúrslitum bikarkeppninar sem fram fer komandi fimmtudag í Laugardalshöll. 

 

Tölfræði leiksins.