Skallagrímur og Breiðablik mættust í Fjósinu í kvöld. Eftir flottan fyrsta leikhluta hjá Breiðablik, þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og sigruðu að lokum 99-84.

 

Molar fyrir leik:

  • Breiðablik sigraði í leik liðana í Smáranum í fyrri umferð deildarinnar.
  • Finnur Jónsson keypti glænýja peysu fyrir leikinn. 
  • Kristján Ómarsson fór í klippingu hjá einu af átta hárgreiðslustofum hér í Borgarnesi.
  • Skallagrímur á toppi deildar með 24 stig.
  • Breiðablik í öðru sæti með 22 stig.
  • Finnbogi Jóns var mættur og Kveldúlfsgötu gengið, Hansi Egils og Óli Waage voru einnig mættir.

 

Dómarar leiksins voru þau Gunnar Þór, Aron Rúnarss og Georgia Olga.

Byrjunarlið Skallagríms: Kristófer-Aaron-Flake-Eyjó-Bjarni.

Byrjunarlið Breiðabliks: Snorri-Árni-Jeremy-Sveinbjörn-Halldór.

 

1. leikhluti.

Liðin fóru að skiptast á körfum og hraðin í leiknum var allsvakalegur. En í stöðunni 20-21 þá kom mjög gott áhlaup Blika sem kláruðu leikhlutan á 1-10 hlaupi og þagnaði yfir Fjósinu.  Staðan eftir leikhlutann 21-31.

 

2.leikhluti

Finnur þjálfari Skallagríms hefur valið geggjuð orð í hléinu því Skallagrímur kom með þvílíkan kraft inn í leikinn. Davíð GÚMm og Bjarni GOD komu með kraft og ákefð í leikinn og einnig Hjalti Kolbeins. Skallagrímur stoppaði í götin í vörn og sóknin flæddi meir. Blikarnir skoruðu 3 stig á 6 mín á móti 17 stigum heimamanna. Skallar gengu til búningklefa með 6 stiga forystu, 52-46.

 

3.leikhluti

Skallagrímur áttuðu cher á því að Imba Hargrave var mætt. Hún mætti í hálfleik.  Skallagrímur setti í 5 gír og keyrðu upp hraðann. Aaron Parkes sýndi á köflum geggjuð tilþrif og Davíð Guðmundss kom með SVAKA körfur fyrir Skallagrím. Breiðablik náði aðeins að skora 12 stig í leikhlutanum á móti 24 stigum heimamanna. Staðan fyrir loka leikhlutan 76-58.

 

4.leikhluti

Skallagrímur náði að koma muninum upp í 20 stig í byrjun leikhlutans en Erlendur Ágúst kom þá af bekk Blika og snögghitnaði. Hann og Jeremy náðu að koma muninum niður í 10 þegar leikhlutinn var hálfnaður og fór stemming að myndast hjá Blikunum. En Skallagrímur hélt ró sinni, spilaði agað og náðu að klára leikinn 99-84.

 

Skallagrímur litu vel út í 30 mínútur í kvöld. Fyrstu 10 mínútur leiksins var smá hik í sóknarleik þeirra og vörnin var ekki mikið til að hrópa „Jibbí“ yfir. En á þessum góðu 30 mínútum, sýndu leikmenn Skallagríms frábæra vörn og voru mjög skynsamir en á sama tíma árásargjarnir í sókn. Bolta flæði var til staðar en þegar að kom órói í mannskapinn, þá kom einhver leikmaður með stóra körfu.

 

Hjá Blikum voru það þessar 10 mínútur í fyrsta leikhluta sem voru flottar. Leikmenn urðu frekar ragir í sókn og þegar skotin fóru ekki að detta, vantaði að vörnin stígi upp og fengi stopp. 

 

Atkvæðamestu menn Skallagríms voru þeir Aaron: 26 stig-4 fráköst, Bjarni: 17 stig-4 fráköst, Kristófer: 17 stig-4 fráköst og Eyjó: 12 stig-10 stoð-11 fráköst.

 

Atkvæðamenstu menn Breiðabliks voru þeir Jeremy: 30 stig-9 fráköst, Erlendur: 14 stig, Snorri: 10 stig-9 fráköst og svo voru Árni og Halldór báðir með 10 stig.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtal eftir leik: 

 

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson