Dominos deild kvenna rúllaði af stað eftir jólafrí í dag með þremur leikjum. Valur sigraði Breiðablik, Keflavík lið Snæfells og Skallagrímur vann Njarðvík. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á morgun þegar að Haukar taka á móti Stjörnunni.
Í fyrstu deild kvenna voru einnig tveir leikir. Í þeim fyrri sigraði Hamar lið Grindavíkur og í þeim seinni vann KR Þór Akureyri.
Úrslit dagsins
Dominos deild kvenna:
Njarðvík 61 – 76 Skallagrímur
Snæfell 53 – 80 Keflavík
Valur 85 – 52 Breiðablik
1. deild kvenna:
Hamar 64 – 57 Grindavík
KR 86 – 62 Þór Akureyri