Bikarfárið er framundan en í kvöld er það drengjaflokkur sem lætur mikið fyrir sér fara með alls sex leikjum þar sem Njarðvík og Fjölnir ríða á vaðið kl. 19:30 í Ljónagryfjunni.

Leikir kvöldsins í drengjaflokki:

19:30 Njarðvík – Fjölnir
20:00 Breiðablik – Haukar
20:00 Hamar/FSu/Hrunamenn – Valur
20:00 ÍR – Skallagrímur
20:00 Fjölnir b – Breiðablik b
20:00 Þór Þorlákshöfn – KR b

Þá er einn leikur í 1. deild kvenna þar sem Ármann tekur á móti Grindavík kl. 20:00 í Íþróttahúsi Kennaraháskólans og Haukar c fá Álftanes í heimsókn nkl. 21:15 í Schenkerhöllinni í 3. deild karla.