Bandaríski háskólaboltinn er á fullri ferð þessa dagana. Að vanda eru íslensku leikmennirnir sem þar leika á ferðinni og áttu fína viku. 

 

Á listann vantar Lovísu Björt Henningsdóttir en hún er meidd og verður frá allt tímabilið hjá Marist vegna þeirra. 

 

Samantekt um frammistöðu íslendingana í háskólaboltanum má finna hér að neðan:

 

Valur Orri:

 

Florida Tech spilaði einn leik í vikunni og fór hann fram síðasta miðvikudag. Valur endaði með 5 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst í 89-66 tapi gegn Rollins. 

 

 

Gunnar Ólafsson:

 

St. Francis Brooklyn háskólinn lék tvo leiki í vikunni, unnu einn og töpuðu hinum. Gunnar Ólafsson lék ekki með liðinu en hann á við meiðsli að stríða. 

 

Dagný Lísa: 

 

Dagný Lísa Davíðsdóttir lék ekki með Niagara háskólanum í leik vikunnar. 

 

Jón Axel:

 

Davidson háskólinn lék einn leik í vikunni. Liðið tapaði þá með einu stigi 64-65 gegn Dayton. Jón Axel var með 14 stig og 4 stoðsendingar. 

 

Sólrún Inga:

 

Coastal Georgia lék tvo leiki í vikunni. Fyrri leikinn vann liðið 71-70 gegn Florida Memorial háskólanum. Þar var Sólrún Inga Gísladóttir með 5 stig og þrjú fráköst. Seinni leiknum tapaði liðið gegn St. Thomas 62-68. Þar fann Sólrún ekki skotið sitt og hitti ekki nægilega vel. Hún endaði með 3 stig og 4 fráköst. 

 

Guðlaug Björt:

 

Florida Tech spilaði einn leiki í vikunni. Sá leikur var gegn Rollins háskólanum og vann Florida 64-43. Guðlaug Björt spilaði 12 mínútur og var með tvö stig og eitt frákast. 

 

Elvar Már: 

 

Elvar Friðriksson kom aftur inní lið Barry eftir smávægileg meiðsli í sigri á Eckerd 75-73. Elvar endaði með 13 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst. 

 

Sara Rún og Margrét Rósa:

 

Canisius háskólinn spilaði einn leik í vikunni. Liðið tapaði þá stórt gegn Quinnipiac 84-55. Sara Rún Hinriksdóttir var að vanda stigahæst hjá liðinu en hún endaði með 16 stig og þrjú fráköst. Margrét Rósa Hálfdánardóttir var með tvö stig og fjögur fráköst. 

 

Sara Rún var valinn leikmaður vikunnar í síðustu viku í sinni deild. Þá var hún með 23 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í þeirri viku. 

 

Þórir Guðmundur: 

 

Nebraska vann tvo leiki í vikunni en Þórir var ekki í leikmannahóp Nebraska í leikjum vikunnar.