Bandaríski háskólaboltinn er á fullri ferð þessa dagana. Að vanda eru íslensku leikmennirnir sem þar leika á ferðinni og áttu fína viku. 

 

Á listann vantar Lovísu Björt Henningsdóttir en hún er meidd og verður frá allt tímabilið hjá Marist vegna þeirra. 

 

Samantekt um frammistöðu íslendingana í háskólaboltanum má finna hér að neðan:

 

Valur Orri:

 

Valur lék stórt hlutverk í öruggum sigri Florida Tech gegn Tampa á laugardagskvöldið. Skotið sveikt Val aðeins en hann endaði með 3 stig og 11 stoðsendingar. Hann lék einnig í sigri á Saint Leo á miðvikudaginn þar sem hann endaði með 4 stig, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta. 

 

 

Gunnar Ólafsson:

 

St. Francis háskólinn lék tvo leiki í vikunni og var Gunnar Ólafsson á sínum stað. Í fyrri leiknum sem vannst var Gunnar stigalaus og lék lítið. Í þeim seinni sem St. Francis tapaði örugglega var Gunnar með frákast og stoðsendingu. 

 

Dagný Lísa: 

 

Dagný Lísa Davíðsdóttir lék ekki með Niagara háskólanum í tveimur sigrum vikunnar. 

 

Jón Axel:

 

Davidson háskólinn lék einn leik í vikunni. Liðið fór ansi auðveldlega í gegnum George Washington háskólann 72-45 á heimavelli. Jón Axel Guðmundsson lék að vanda mikið í leiknum og var atkvæðamikill. Hann endaði með 14 stig, 9 fráköt og 4 stoðsendingar á 35 mínútum. 

 

Sólrún Inga:

 

Coastal Georgia lék tvo leiki í vikunni. Fyrri leiknum tapaði liðið stórt 84-55 gegn Southeastern. Sólrún var með níu stig og þrjú fráköst en þar af hitti hún þremur þriggja stiga skotum. Seinni leikinn vann skólinn Thomas háskólann 78-57. Þar var Sólrún með 8 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. 

 

Guðlaug Björt:

 

Florida Tech spilaði tvo leiki í vikunni. Fyrri leikinn vann liðið örugglega 85-52 gegn Saint Leo, þar var Guðlaug með 6 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 22 mínútum. Seinni leikurinn var einnig sigur, 51-44 á Tampa. Þar var Guðlaug með 1 stig og 4 stoðsendingar. 

 

Elvar Már: 

 

Elvar Friðriksson spilaði ekkert með Barry í vikunni en fyrir viku síðan varð hann stoðsendingahæsti leikmaður skólans frá upphafi. 

 

Sara Rún og Margrét Rósa:

 

Canisius háskólanum hefur gengið brösuglega á tímabilinu en liðið lék tvo leiki í liðinni viku. Á föstudag tapaði liðið með þremur stigum 59-56. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liðinu með 19 stig og fimm fráköst. Margrét Hálfdánardóttir var með sex stig í leiknum.

 

Liðið náði svo loks í sigur er þær fengu Siena í heimsókn. Sara Rún var með 14 stig, 9 fráköst og 2 varin skot en Margrét var með 8 stig og fjórar stoðsendingar. Leikurinn endaði með 65-57 sigri Canisius. 

 

Þórir Guðmundur: 

 

Þórir var ekki í leikmannahóp Nebraska í leikjum vikunnar. 

 

 

 

 

Vantar einhvern á listann? Ef svo er, endilega sendið póst á Oli@karfan.is og látið vita.