Danska körfuboltaliðið Hørsholm 79ers varð bikarmeistari þar í landi í kvöld eftir sigur á Sisu en úrslitaleikurinn fór fram í Horsens. 

 

Með Hørsholm leikur íslenska landsliðskonan Sandra Lind Þrastardóttir en hún er á sínu öðru tímabili í Danmörku. Sandra endaði með tvö stig og fimm fráköst á tíu mínútum. 

 

Liðinu hefur gengið mjög vel á tímabilinu og einungis tapað einum leik hingað til. Hørsholm eru því ansi sigurstranglegt á mótinu en nú er fyrsti bikarinn kominn í hús. Liðið endaði í öðru sæti í deildinni á síðasta ári og því ljóst að liðið ætlar sér enn stærri hluti á þessu tímabili.