ÍA tók í kvöld á móti Snæfell í vesturlandsskjálfta dagsins.  Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með 8 stigum og voru tíu stigum yfir í hálfleik, 45-35.  Eitthvað fór hálfleikurinn illa í heimamenn því þegar lokafautan gall höfðu gestirnir frá Stykkishólmi skorað 103 stig en ÍA 85.  Skagamenn eru því enn í leit af fyrsta sigri tímabilsins á meðan Snæfell heldur áfram í toppbaráttunni í þétta 1.-5. sætis pakkanum.

 

 

Og berjast
Það var gaman að sjá að það var einhver vesturnlandsslags neisti sem náði að kveikja smá bál hjá báðum liðum en baráttan var á köflum mjög fín hjá báðum liðum.  Það má samt eiginlega segja að liðin hafi skipst á að berjast, skaginn meira í fyrri hálfleik á meðan Hólmarar börðust í þeim seinni.  Leikurinn var þó ferkar prúðmannlega leikinn þótt svo að nokkrar tæknivillur hafi verið flautaðar, minna má það nú ekki vera í svona landshlutaleik.
 

 

Þessi þriðji leikhluti
Þriðjuleikhlutinn í dag var vægast sagt eign Snæfellinga og þar lögðu þeir grunninn að sigri sínum.  Eftir að hafa skorað 35 stig í öllum fyrri hálfleiknum settu þeir 37 stig í leikhlutanum á meðan ÍA setti aðeins 16.  Þarna voru þáttaskil dregin á leikborðið sem ekki voru dregin til baka. 
 

 

5 réttir
Skagamenn mættu þunnskipaðir til leiks í dag en meiðsli og veikindi settu strik í reikninginn.  Einungis voru 8 leikmenn á skýrslu og athyglisvert að enginn spilaði minna en tæpar 19 mínútur og enginn meira en 31 mínútu.

Christian David Coviel var stigahæsti maður vallarins með 30 stig en hann tók að auki 10 fráköst og skilaði framlagi upp á 33.

Nokkuð jafnræði var með liðunum tölfræðilega þrátt fyrir 18 stiga mun í lokin, ÍA hitti úr 32 skotum í leiknum á móti 33 skotum Snæfells, ÍA tók 35 fráköst í leiknum á móti 37 fráköstum Snæfells, ÍA gaf 14 staðsendingar á móti 16 stoðsendingum Snæfells.

Mikill munur var á vítaskotum liðanna í dag, Snæfell tók alls 41 vítaskot á þeim 40 mínútum sem leikurinn er á móti 24 vítaskotum heimamanna.  Snæfell hitti úr fleiri vítum heldur en ÍA tók í leiknum eða 26 á meðan ÍA hitti úr 13 vítum.  

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Texti: HGH
Myndir: Jónas H. Ottósson