Um miðjan dag í gær var dregið í riðla fyrir evrópumót yngri landslið sem fram fara um alla evrópu næsta sumar. Ljóst er að verðugt verkefni bíður allra landsliða sem ætla sér sjálfsagt stóra hluti. 

 

Fyrir jól voru æfingahópar landsliðanna tilkynntir og voru æfingabúðir í kringum hátíðarnar. u16 og u18 landsliðin munu einnig taka þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í júní að vana. 

 

Alla riðla Íslands fyrir sumarið má finna hér að neðan en FIBA tilkynnti riðlana á Twitter síðu sinni í gær. 

 

U20 landslið karla leikur annað árið í röð í A-deild með efnilegustu leikmönnum evrópu. Liðið fékk ansi erfiðan riðil í ár en mótið fer fram í Þýskalandi. Þjálfari liðsins í ár er Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands. 

 

U18 landslið karla er í B-deild þetta árið og fer keppnin fram í Skopje, Makedóníu. Þjálfari liðsins er Viðar Örn Hafsteinsson sem einnig þjálfar Hött. 

 

 

U16 landslið karla er einnig í B-deild í ár. Deildin fer fram í Sarajevo í Bosníu. Þjálfari liðsins er Ágúst Björgvinsson sem er einnig aðalþjálfari Vals. 

 

 

U20 landslið kvenna tekur þátt í annað sinn í sögunni á EM og er í B-deild. Leikið er í Rúmeníu. Þjálfari liðsins er Bjarni Magnússon en hann var einnig með liðið á síðasta ári. 

 

U18 landslið kvenna er í B-deild líkt og í fyrra og leikur í Austurríki. Þjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson sem einnig þjálfar Snæfell. 

 

 

U16 landslið kvenna er í B-deild á árinu einnig. Keppnin fer fram í Svartfjallalandi. Þjálfari liðsins er Árni Þór Hilmarsson.