Fyrrum þjálfari Skallagríms í Dominos deild kvenna Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) hefur verið ráðinn til starfa í Keflavík. Mun hann þar sjá um þjálfun yngri flokka, en hann er væntanlegur til landsins þann 1. febrúar næstkomandi.

 

Richi er 45 ára Spánverji sem hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli sínum. Hann þjálfaði landslið Chile og Norður Kóreu auk þess að vera sigursæll þjálfari í Chile, Bólivíu og Spáni.