Hafnfirðingar heimsækja Keflvíkinga í Dominos deild karla í kvöld. Liðin hafa mæst nokkrum sinnum í úrslitakeppninni síðustu ár og því fróðlegt einvígi í kvöld. 

 

Reggie Dupree leikmaður Keflavíkur verður ekki með liðinu í kvöld en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan í tapinu gegn ÍR þann 14. desember. Þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is í dag. Hann sagðist vonast til þess að komast aftur af stað eftir nokkrar vikur og því ljóst að meiðslin eru nokkuð alvarleg. 

 

Einnig var spurning um þátttöku Kára Jónssonar sem var eitthvað tæpur. Þegar Karfan.is ræddi við hann í dag sagði Kári að hann yrði með í þessum leik. 

 

Leikur liðanna hefst kl 20:00 og fer fram í TM Höllinni í Keflavík. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þá er Körfuboltakvöld í beinu framhaldi af því.