KR er enn ósigrað í 1. deild kvenna en liðið kom sér enn betur fyrir í fyrsta sæti deildarinnar með sigri á Þór Ak í dag.

 

Heimakonur settu tóninn strax í upphafi er liðið komst í 9-2 forystu. Þór Ak reyndi eins og þær gátu að hleypa KR ekki langt fram úr sér. Það gekk ágætlega framan af fyrri hálfleik en KR lokaði hálfleiknum vel og fór með 48-27 fyrstu í háfleik. 

 

KR jók muninn í þriðja leikhluta og má segja að liðið hafi sett síðasta naglann í kistu Akureyringa hafi verið í lok þriðja leikhluta þegar liðið komst í meira en þrjátíu stiga mun. 

 

Lokastaðan var 86-62 fyrir KR sem hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu. Alexandra Petersen lék sinn fyrsta leik fyrir KR í dag en hún kom frá Val fyrir nokkrum dögum. Hún var yfirburðarleikmaður á vellinum, endaði með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar á 25 mínútum. Auk hennar var Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir drjúg með 17 stig. 

 

Hjá Þór Ak var Heiða Hlín Björnsdóttir stigahæst með 17 stig og þá var Helga Rut Hallgrímsdóttir með 14 stig og 19 fráköst. 

 

Liðin mætast aftur í DHL-höllinni á morgun (sunnudag) kl 13:00. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ólafur Þór)