Njarðvík sigraði Þór í 13. umferð Dominos deild karla með 102 stigum gegn 92. Eftir leikinn er Njarðvík í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Þór er í 9.-10. sæti ásamt Val.

 

 

Fyrir leik

Liðin átt nokkuð ólíku gengi að fagna það sem af er tímabili. Njarðvík nokkuð öruggir um miðja deild. Þór hinsvegar við botninn eftir frekar hæga byrjun á tímabilinu þar sem veikindi og tíð meiðsl hafa spilað stóran þátt.

 

Nokkur samgangur verið á milli liðanna síðustu ár. Þar sem hjá Þór leika þrír uppaldir Njarðvíkingar, sem og er þjálfari þeirra, Einar Árni, úr Njarðvíkunum. Þá leikur með Njarðvík einn leikmaður, Maciej Baginski, sem lék í Þorlákshöfn á síðasta tímabili.

 

Gangur leiks

Leikurinn var nokkuð nokkuð jafn til að byrja með. Undir loka fyrsta leikhlutans byggja heimamenn í Njarðvík upp sma´forystu, 33-23. Til loka fyrri hálfleiksins halda þeir henni svo, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er staðan 52-42 fyrir þá.

 

Terrell Vinson lék á alls oddir fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum. Skoraði 20 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þessum fyrstu 20 mínútum leiksins.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins var það sama uppi á teningnum, þangað til undir lok þriðja leikhlutans. Þá ná Þórsarar aðeins að klóra í bakkann og eru aðeins 4 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þeir gengu svo á lagið í fjórða leikhlutanum og eru aðeins 1 stigi undir þegar að 6 mínútur eru eftir af leiknum, 76-75. Þá setti Njarðvík aftur í gírinn og ná að klára leikinn með 10 stiga sigri, 102-92.

 

Hitinn

Lykilleikmaður Þórs, Halldór Garðar Hermannsson, fór illa að ráði sínu um miðjan þriðja leikhlutann þegar hann nælir sér í tvær tæknivillur á frekar stuttum tíma og var þar afleiðandi útilokaður frá leiknum. Var fram að því búinn að vera góður, 12 stig og 6 stoðsendingar. Þór hefði svo sannarlega geta notað hann undir lokin.

 

Vendipunkturinn

Þegar að 6 mínútur voru eftir höfðu Þórsarar gert vel. Voru komnir með muninn niður í 1 stig eftir að hafa verið í kringum 10 stigum undir allan leikinn. Frá þeim punkti og þangað til leikurinn svo endar er vörn þeirra hreinlega slök. Fá á sig 26 stig á þessum lokamínútum, sem var alltof mikið.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Njarðvík vann baráttuna undir körfunni í kvöld með 40 fráköstum og 46 stigum á móti 31 frákasti Þórs og 34 stigum.

 

Hetjan

Besti leikmaður vallarins í kvöld var Terrell Vinson. Skoraði 35 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á þeim 27 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn