Njarðvík sigraði Skallagrím í undanúrslitum Maltbikarkeppninnar með 78 stigum gegn 75. Njarðvík mun því mæta annaðhvort Keflavík eða Snæfell í úrslitum keppninnar komandi laugardag.
Gangur leiks
Skallagrímur var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 5 stigum, 26-21 og þegar í hálfleik var komið með 7 stigum, 46-39.
Strax í upphafi seinni hálfleiksins létu Njarðvík vita að þær ætluðu sér ekki að tapa leiknum. Eftir þrjá leikhluta var staðan 60-58. Með mikilli baráttu og vel skipulögðum sóknarleik ná þær að vinna mun Skallagríms niður, jafna og komast yfir í upphafi fjórða leikhlutans. Æsispennandi lokamínúta var í leiknum, þar sem Skallagrímur fékk að lokum eitt skot til þess að jafna leikinn. Það skot geigaði hinsvegar og fór svo að Njarðvík sigraði leikinn með 3 stigum 78-75.
Kom ekki inná
Lykilleikmaður Skallagríms, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sat allan leikinn á bekk Skallagríms, en hún er að koma til baka eftir að hafa farið úr axlarlið fyrr á tímabilinu. Ekki er á hreinu afhverju hún kom ekki inná, en leiða má líkur að því að hún hafi ekki verið tilbúin.
Gerðu vel!
Njarðvíkurliðið, í heild, var alveg frábært í dag. Baráttan þeirra varnarlega og þolinmæðin á hinum enda vallarins var öðrum til eftirbreytni. Geta þær unnið annaðhvort Snæfell eða Keflvík á laugardaginn? Með svipuðum leik gera þær það.
Tölfræðin lýgur ekki
Njarðvík kom sér í 30 skipti á vítalínuna í leiknum og voru með 76% nýtingu þar, á móti aðeins 20 skiptum hjá Skallagrím sem skaut 68% þar.
Hetjan
Í virkilega sterkum liðssigri Njarðvíkur var Shalonda Winton besti maður vallarins. Skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, en hún spilaði allan leikinn.
Myndasafn #3
Umfjöllun / Davíð Eldur
Viðtöl: