Njarðvík tryggði sér rétt í þessu sæti í úrslitaleiknum í Maltbikarkeppninni 2017 eftir sigur á Skallagrím í háspennuleik. Liðin mættust í undanúrslitum keppninar sem fóru fram í Laugardalshöllinni áðan. 

 

Skallagrímur hafði undirtökin framan af leik en Njarðvík jafnaði og komst yfir í fjórða leikhluta. Baráttan var geggjuð hjá liði Njarðvíkur sem náði að lokum í nokkuð óvæntan 75-78 sigur. 

 

Njarðvík mætir Keflavík eða Snæfell í úrslitum Maltbikarsins klukkan 16:30 á laugardaginn en seinni undanúrslitaleikur dagsins hefst kl 20:00 í kvöld. 

 

Nánar verður fjallað um leikinn og viðtöl við leikmenn koma á Karfan.is í dag.

 

Tölfræði leiksins