Snæfell sigraði Njarðvík með 73 stigum gegn 70 í 18. umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Eftir leikinn eru liðin sem fyrr áfram, Snæfell í 7. og Njarðvík 8. sæti deildarinnar.

 

Mikið jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn, 16-16. Undir lok fyrri hálfleiksins sigldu heimastúlkur í Njarðvík aðeins framúr, en staðan var 38-33 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins heldur Njarðvík í forystu sína. Leiða með 8 stigum fyrir lokaleikhlutann, 49-41. Í honum gerir Snæfell svo vel í að vinna þá forystu niður, en þegar að leik lauk var allt jafnt, 61-61 og því þurft að framlengja.

 

Í framlengingunni var leikurinn svo í járnum. Þar sem að úrslit réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Fór svo að lokum að Snæfell sigraði, 70-73.

 

Atkvæðamest fyrir Njarðvík í kvöld var Shalonda Winton með 27 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar á meðan að Kristen McCarthy dróg vagninn fyrir Snæfell með 25 stigum, 15 fráköstum og 3 stoðsendingum.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn