Fimm leikir fara fram í Dominos deild karla í dag. Þetta er önnur umferðin á örfáum dögum í deildinni og sú síðasta fyrir bikarvikuna sem er framundan. 

 

Í Vesturbæ Reykjavíkur fá heimamenn Stjörnuna í heimsókn en Garðbæingar hafa nú unnið fimm leiki í röð gegn KR. KR vann Stjörnuna síðast í mars 2015 í deildinni. 

 

Tvíhöfði fer fram í Hafnarfirði en 15. umferð Dominos deildar kvenna lýkur með leik Hauka og Stjörnunnar. Eftir hann fer fram leikur Hauka og Grindavíkur í Dominos deild karla. 

 

Nánar verður fjallað um alla leiki dagsins á Karfan.is síðar í dag en alla leiki dagsins má finna hér að neðan:

 

Leikir dagsins: 

 

Dominos deild kvenna:

Haukar Stjarnan – kl. 17:45
 

Dominos deild karla:

KR –  Stjarnan – kl. 19:15 (Í beinni á KR TV)

 

Höttur – ÍR – kl. 19:15

Tindastóll – Valur – kl. 19:15 (Í beinni á Tindastóll TV)

Keflavík – Þór Ak – kl. 19:15

 

Haukar – Grindavík – kl. 20:00 (Í beinni á Stöð 2 Sport)
 

1. deild kvenna:

KR – Þór Akureyri – kl. 13:00

Fjölnir – ÍR – kl. 18:00

1. deild karla:

ÍA – Snæfell – kl. 16:15 (Í beinni á ÍA TV)