Tindastóll vann sinn fyrsta titil í meistaraflokki karla er liðið vann KR í úrslitum Maltbikarsins 2018. Skagfirðingar náðu strax mjög góðri forystu sem þeir gáfu aldrei eftir þrátt fyrir tilraunir KR til að koma til baka.

 

KR sem er bikarmeistarar síðustu tveggja ára þarf því að sjá á eftir bikarmeistaratitlinum þetta árið til Sauðárkróks sem hefur beðið lengi eftir sínum fyrsta stóra titli. Lokastaðan í leiknum var 69-96 og Tindastóll lyfti bikarnum að leik loknum. 

 

Gríðarlega var fagnað þegar leiktíminn rann út bæði af leikmönnum og stuðningsmannasveitinni Grettismenn. Nokkur myndbönd af fagnaðarlátum eftir leik má finna hér að neðan: