Eftir ævintýralegan lokafjórðung stóð Fjölnir uppi sem sigurvegari í útslitaleik 10. flokks drengja í Maltbikarkeppninni en liðið sigraði Stjörnuna í kvöld með 61 stigi gegn 60. Stjarnan náði yfirhöndinni á upphafsmínútum leiksins og leiddi allt þar til 2 sekúndur voru eftir af leiknum.

 

Fannar Elí Hafþórsson setti þá niður þriggja stiga skot fyrir Fjölni og fékk víti að auki. Vítið rataði rétta leið og tryggði Fjölnir sér sætan eins stigs sigur.  

 
Sigurkarfa Fannars Elí var algjörlega ævintýraleg auk þess sem hann setur víti til að tryggja sigurinn þegar tvær sekúndur eru eftir af leiknum. 
 
 
Myndband af þessum hádramatísku lokasekúndum má finna hér að neðan auk viðtals við Fannar má finna hér að neðan: