Haukar unnu góðan sigur á Stjörnunni í Dominos deild kvenna í dag. Liðin sem voru fyrir leikinn í þriðja og fjórða sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. 

 

Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:

 

Þáttaskil

 

Stjarnan leiddi nánast alan leikinn og heimakonum tókst aldrei að minnka muninn almennilega til að gera þetta að leik. Það fór mikil orka hjá Haukum í að elta en Stjörnunni tókst að svara öllum áhlaupum liðsins. 

 

Seinni hluta fjórða leikhluta snerist taflið algjörlega við og ævintýraleg endurkoma Hauka hófst. Haukar náðu nokkrum góðum sóknum í röð og Stjarnan átti engin svör. Áhlaup Hauka var 16-2 á lokamínútunum og leikur Stjörnunnar hrundi líkt og spilaborg. Lokastaðan var 82-76 fyrir Haukum í hreint ævintýralegum körfuboltaleik. 

 

Hetjan:

 

Cherise Michelle átti rosalega stór skot í lokin til að snúa leiknum við. Það fór heldur lítið fyrir henni framan af en hún tók leikinn algjörlega yfir í lokin og endaði með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar. Lykilleikmaður Hauka í þessum sigri var Ragnheiður Björk Einarsdóttir sem barðist endalaust og átti gríðarlega mikilvægt framlag á lokakafla leiksins. Hún endaði með 14 stig og 8 fráköst. 

 

Kjarninn:

 

Þessi leikur fer í nokkrar sögubækurnar. Annan eins viðsnúning hefur undirritaður ekki séð í langan tíma. Stjarnan sem hafði góð tök á leiknum í 35 mínútur glutraði leiknum algjörlega niður með ákvarðanatökum en það gekk bókstaflega ekkert hjá liðinu í fjórða leikhluta. 

 

Það skal þó ekki tekið af Haukum að liðið gerði frábærlega að koma til baka og vinna þennan leik. Liðið er aðallega skipað ungum leikmönnum sem sýndu ótrúlegan karakter að ná í sigur. Liðið gafst aldrei upp og fann sjálfstraustið og trúnna í lokin sem dugði til. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ólafur Þór Jónsson)

 

Viðtöl eftir leik: (Væntanlegt)