Martin Hermannsson leikmaður Chalon/Reims átti frábæran leik fyrir liðið í tapi gegn Le Mans í Frönsku úrvalsdeildinni. 

 

Martin endaði með 29 stig, 7 stoðsendingar auk þess að hitta frábærlega á vellinum. Frammistaða Martins var ekki nóg því liðið tapaði leiknum 90-84.

 

Það var ekki það sama uppá teningnum hjá Cholet liði Hauks Helga Pálssonar í sömu deild. Liðið vann góðan 78-70 sigur á Pau-Lacq-Orthez. Haukur var með fjögur stig í leiknum. 

 

Cholet er komið uppí níunda sæti deildarinnar eftir slaka byrjun. Chalon/Reims er í því þrettánda en einum sigri munar á liðunum.