Samkvæmt heimasíðu Þórs er Bandaríkjamaðurinn Marques Oliver aftur á leiðinni til Þórs á Akureyri. Mun hann verða annar tveggja erlendra leikmanna liðsins á lokaspretti Dominos deildarinnar, en fyrir var liðið með miðherjann Nino Johnson.

 

Upphaflega byrjaði Oliver tímabilið með Þór, en meiddist þegar liðið var á það þannig að ekki var haldið að hann ætti afturkvæmt á völlinn á því. Bataferli hans hefur þó gengið vonum framar og talið er að hann verði orðinn leikfær á nýjan leik í byrjun febrúar.

 

Samkvæmt formanni deildarinnar, Einari Ingimundarsyni telja þeir þetta það besta í stöðunni, en félagið leggur nú allt kapp á að halda sínu sæti í deildinni. Enn frekar sagði Einar í samtali við heimasíðu Þórs:

 

,,Við erum með tvo frábæra unga leikstjórnendur í Hilmari Smára og Júlíusi Orra auk Hreiðars Bjarka sem getur leyst báðar barvarðarstöðurnar og er öflugur varnarmaður.  Nino og Marques munu skipta með sér miðherjastöðunni þannig að við erum komin með virkilega gott hryggjarstykki í liðið og eigum eftir að standa okkur vel“