Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs úr Þorlákshöfn fagnar 41 árs afmæli í dag. Í kvöld stýrir hann sínum mönnum í Þór gegn uppeldisfélagi sínu Njarðvík þegar liðin eigast við kl. 19:15 í Ljónagryfjunni.

Leikur kvöldsins er síðasti leikurinn í Domino´s-deild karla fyrir Maltbikarhlé en bikarveisla er framundan á næstunni í Laugardalshöll með bikarúrslitum allra flokka.  

Með Einari í liði Þórsara í kvöld eru fleiri uppaldir Njarðvíkingar en þar gefur að líta Ólaf Helga Jónsson, Óla Ragnar Alexandersson og Adam Eið Ásgeirsson.