Lykilleikmaður 12. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður ÍR, Sigurkarl Róbert Jóhannesson. Í góðum sigri sinna manna á Tindastól í Hellinum skoraði Sigurkarl 19 stig, var með 100% nýtingu bæði af velli sem og vítalínu, tók 4 fráköst og stal 3 boltum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður KR, Kristófer Acox, leikmaður Hauka, Haukur Óskarsson og leikmaður Grindavíkur, J'Nathan Bullock.