Lykilleikmaður 14. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður ÍR, Ryan Taylor. Á 35 mínútum spiluðum í sigri liðsins á KR skoraði Taylor 34 stig, tók 9 fráköst og varði 2 skot.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður Vals, Urald King, leikmaður Grindavíkur, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og leikmaður Þórs, Emil Karel Einarsson.
Lykilleikmaður 14. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) January 19, 2018