Lykilleikmaður 15. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Hauka, Ragnheiður Björk Einarsdóttir. Í góðum sigri Hauka á Stjörnunni skoraði Ragnheiður 14 stig, tók 8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þá var hún einkar skilvirk, með 100% skotnýtingu í leiknum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins, leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson-Thomas og leikmaður Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir.