Lykilleikmaður 15. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson. Á rúmum 34 mínútum spiluðum í góðum sigri á Grindavík skoraði Pétur 19 stig, tók 6 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 2 boltum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs, Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Hattar, Kelvin Lewis og leikmaður ÍR, Matthías Orri Sigurðarson.