Lykilleikmaður 13. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Þórs Akureyri, Hilmar Smári Henningsson. Í góðum sigri hans manna á Keflavík skoraði Hilmar 18 stig (70% skotnýting), tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á þeim 34 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Hauka, Kári Jónsson, leikmaður Njarðvíkur, Terrell Vinson og leikmaður KR, Kristófer Acox.