Lykilleikmaður úrslitaleiks Keflavíkur og Njarðvíkur í Maltbikarkeppninni var Embla Kristínardóttir. Á rúmum 32 mínútum spiluðum í sigri Keflavíkur skoraði Embla 20 stig, tók 6 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði eitt skot. Skotnýting hennar einnig til fyrirmyndar, 4/7 fyrir utan þriggja stiga línuna, en 8/15 í heildarskotum af vellinum. Þá stjórnaði hún liðinu vel og var oft upphafið af boltaflæði liðsins. Auk þess setti hún risaskot og reyndist framlag hennar stórt þegar komið var á lokamínúturnar. Karfan spjallaði við Emblu eftir leik.

 

Hérna er meira um leikinn

 

 

Eftir leik: