Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez. Í sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni skoraði Rodriguez 30 stig, tók 19 fráköst, gaf 17 stoðsendingar, stal 3 boltum og varðir 3 skot. Í heildina var hún með 57 framlagsstig í leiknum, en það mun vera þriðja besta frammistaða nokkurs leikmanns í deildinni í vetur.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Aalyah Whiteside, leikmaður Hauka, Whitney Frazier og leikmaður Keflavíkur, Thelma Dís Ágústsdóttir.