Fimmtándu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með einum leik. Í Njarðvík taka heimamenn á móti Þór frá Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni. 

 

Leikurinn er sá síðasti fyrir bikarhelgina en næsta umferð í Dominos deild karla fer ekki fram fyrr en þann 18. janúar. 

 

Njarðvík vann fyrri leik liðanna með fjórum stigum 78-74 í Þórlákshöfn. Þar var Terrel Vinson með 30 stig. Þór getur því tekið forystuna í innbyrgðis viðureignum liðanna með meira en fjögurra stiga sigri í kvöld. Það gæti reynst mikilvægt að ná þeim sigri. 

 

Í liði Þórs eru nokkrir uppaldir Njarðvíkingar auk þess sem þjálfari liðsins Einar Árni Jóhannsson er Njarðvíkingur. Fyrir vikið er viðureign þessara liða ansi áhugaverð. 

 

Fjallað verður um leikinn á Karfan.is í kvöld. 

 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild karla:

 

Njarðvík – Þór Þ kl 19:15 í beinni á Stöð 2 Sport
Njarðvík og Þór mættust í annarri umferð mótsins þar sem Njarðvíkingar sluppu með 74-78 útisigur en um þessar mundir eru Þórsarar í 9. sæti deildarinnar með 8 stig en Njarðvík hefur 14 stig í 6. sæti deildarinnar.