KR og Alexandra Petersen hafa náð saman um að hún klári tímabilið með þeim. Eins og kunnugt er leystu Valsmenn hana undan samningi í jólafríinu en ljóst er að hún mun styrkja lið KR-inga sem eru nú þegar á toppi 1. deildar kvenna.

 

Fyrir jól var Lexi að meðaltali með 19.4 stig, 7.5 fráköst og 5.7 stoðsendingar í leik. Hún var einnig áttunda framlagshæst í úrvalsdeild kvenna.

 

Lexi lendir á föstudaginn þannig að hún ætti að ná fyrstu tveim leikjum KR-stúlkna, en þær spila tvisvar við Þór Akureyri yfir helgina.