Nokkuð er um leiki í neðri deildum og yngri flokkum í dag. Skagamenn eru á vesturleið og mæta Vestra í dag og aftur á morgun. Viðureign liðanna í dag hefst kl. 18:00. Vestri er í 5. sæti 1. deildar en Skagamenn á botninum án stiga.

Tveir leikir eru einnig í 1. deild kvenna en kl. 16:00 mætast Hamar og Þór Akureyri í Frystikistunni í Hveragerði og kl. 16:30 mætast ÍR og Grindavík í Hertz-Hellinum í Breiðholti.

Allir leikir dagsins

Mynd/ Gústi: Vestri mætir ÍA í 1. deild karla í dag og á morgun.