Fjórir leikir fóru fram í Dominos deilda karla í kvöld. Í Vesturbænum sigruðu heimamenn í KR granna sína úr Val, Þór sigraði Stjörnuna í Ásgarði, Tindastóll vann Grindavík í Síkinu og eftir framlengdan leik bar Höttur sigurorð af Þór Akureyri, en það mun vera fyrsti sigur liðsins á þessu tímabili.
Þá fóru fram tveir leikir í fyrstu deild karla. FSu sigraði ÍA og Hamar lagði Gnúpverja.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla:
KR 72 – 60 Valur
Höttur 86 – 75 Þór Akureyri
Tindastóll 94 – 82 Grindavík
Stjarnan 79 – 86 Þór
1. deild karla:
FSu 96 – 57 ÍA
Gnúpverjar 89 – 100 Hamar