Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Oakland sigraði efsta lið deildarinnar Golden State Warriors lið New York Knicks með 123 stigum gegn 112. Atkvæðamestur fyrir Warriors var Stephen Curry með 32 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar á meðan að Michael Beasley dróg vagninn fyrir Knicks með 21 stigi, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum. Warriors sem fyrr lang efsta lið deildarinnar það sem af er. Hafa unnið 79,2% þeirra 48 leikja sem búnir eru af tímabilinu.
Þá sigraði laskað lið Los Angeles Lakers sína höfuðandstæðinga í Boston Celtics með 108 stigum gegn 107. Í fjarveru nýliða-leikstjórnandans Lonzo Ball steig hinn nýliði þeirra Kyle Kuzma upp og skoraði 28 stig (17 í fjórða leikhluta) tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Fyrir Celtics var Kyrie Irving allt í öllu, setti 33 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
Kyle Kuzma. Annað var það ekki. https://t.co/W2ZC7MNOYp
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) January 24, 2018
_x1f3a5_ Kyle Kuzma caught fire in the fourth quarter where he scored 17 out of his 28 total points against Boston #LakersWin pic.twitter.com/F6fv4TeK3T
— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 24, 2018
Mikið var gert úr baráttu tveggja nýliða liðanna í gær, þeirra Kyle Kuzma hjá Lakers og Jayson Tatum hjá Celtics. Þrátt fyrir að hafa spilað 30 mínútur í leik næturinnar, er Tatum varla talinn hafa mætt, því hann skoraði aðeins 4 stig (16% fg) og tók 5 fráköst.
Kyle Kuzma after the game. #LakeShow pic.twitter.com/EfDkywQolg
— NBA Memes (@NBAMemes) January 24, 2018
Sem fyrr eru Celtics þó við topp austurstrandarinnar þrátt fyrir að hafa tapað síðustu fjórum leikjum, en Lakers eru rétt fyrir neðan miðju vesturstrandarinnar, búnir að sigra síðustu þrjá sína.
Sacramento Kings 105 – 99 Orlando Magic
Brooklyn Nets 108 – 109 Oklahoma City Thunder
Cleveland Cavaliers 102 – 114 San Antonio Spurs
New York Knicks 112 – 123 Golden State Warriors
Boston Celtics 107 – 108 Los Angeles Lakers