Skallagrímur tók á móti FSU í Fjósinu í kvöld. Skallagrímur náðu að setja saman góðar 30 mínútur af leiktíma, með Kristófer Gíslason frábæran,  og lönduðu góðum sigri, 95-88.

 

Molar fyrir leik:

 

  • Skallagrímur tapaði sínum síðasta leik gegn Vestra fyrir vestan.
  • FSU sigraði hins vegar ÍA í sínum síðasta leik.
  • Dómarar leiksins voru þeir Sigurbaldur Frímansson og Aðalsteinn Hrafnkelsson. 
  • Baskinn á ritaraborðinu fór að kvarta undan hita í íþróttahúsi fyrir leik. 
  • Í stúkunni mátti Boga Jóns, Viðar bakara og Ásgeir hin unga.
  • Skallagrímur í efsta sæti með 26 stig en FSU í því næst neðsta með 4 stig.
  • Dúndur tilboð í sjoppunni. Kit Kat og Kristal á 250kr. Ekkert verð!!!

 

Byrjunarlið Skallagríms: Kristófer-Eyjólfur-Aaron-Bjarni-Flake.

Byrjunarlið FSU:Ari-Hlynur-Lamb-Florijan-Sveinn.

 

1. leikhluti.

 

Mikill hraði var í upphafi leiks. Liðin fóru að skiptast á körfum en með Ara og Florjian komust FSU piltar yfir, 10-11. En svo komu Skallar með geggjaðan kafla þar sem þeir breyttu stöðunni í 25-14. Skallar slökkuðu á klónni undir lok leikhlutans og staðan eftir þann fyrsta, 27-22.

 

2.leikhluti.

 

2.leikhlutin var ekki eins fallegur á að horfa. FSU fór í svæðisvörn og náði að hægja á hraða leiksins á meðan Skallar voru ekki að setja niður galopin skot. Skorlaust var í hlutanum í um 3 mínútur, þar sem ekkert fór niður. Skallar héldu inn í hálfleiks pizzu með 48-37 forystu.

 

Hálfleiks molar.

  • Bæði lið með 44% skotnýtingu.
  • Eyjó var að daðra við þrennu: 6 stig-8 fráköst-8 stoð.
  • FSU með 11 tapaða bolta í fyrri hálfleik.
  • Darrell Flake kallaði tvisvar í fyrri hálfleik „Good hands Flake“ Tveir stolnir í hús þar.

 

3. leikhluti.

 

Skallagrímur skellti í 5 gír í upphafi leikhlutans. Með Kristófer(12 stig í leikhlutanum) á eldi, komust heimamenn í 22 stiga forystu, 72-50. En Bjarni Bjarna kom þá bara af bekknum og setti snögg 8 stig á töfluna og heimamenn leiddu fyrir síðasta leikhlutan, 76-63.

 

4.leikhluti.

 

Jafnræði var með liðum í byjun leikhlutans en þá kom dómara dans. Dæmdar voru tvær óíþróttamannslegar villur og virtust leikmenn Skallagríms missa einbeitingu. FSU nýtti cher þetta og komst næst í stöðunni 86-80. En Skallar náðu aftur einbeitingu og lönduðu góðum sigri á FSU, 95-88.

 

Skallagrímur voru alltaf með yfirhöndina. FSU menn sýndu góðan styrk með að koma til baka í 3.leikhluta og undir lok leiks en það fór mikil orka í það og náðu Skallar að sigla heim sigri.

 

Hjá Skallagrím voru það þeir Kristófer( 31 stig-7 fráköst), Aaron(25 stig-5 fráköst-6 stoð) og Eyjólfur( 11 stig-14 fráköst-10 stoð) sem voru flottir. Darrell Flake var flottur með 10 stig-9 fráköst-3 stolnir.

 

Hjá FSU voru það Ari Gylfa( 23 stig-4 stoð), Hlynur Hreins( 20 stig-7 stoð) og Antowine Lamb(14 stig-9 fráköst). Einnig var Bjarni Bjarna með flotta innkomu af bekknum.

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Viðtal eftir leik:

 

Umfjöllun og viðtal: Hafþór Gunnarsson

Myndir: Ómar Örn Ragnarsson