Keflavík sigraði Snæfell eftir framlengdan leik rétt í þessu í undanúrslitum Maltbikarkeppninnar 2018. Liðið mun því mæta Njarðvík, sem sigraði Skallagrím fyrr í dag, komandi laugardag í úrslitum keppninnar. Karfan spjallaði við leikmann Snæfells, Kristen McCarthy eftir leik í Laugardalshöllinni, en hún fékk góðan möguleika á að gera útum leikinn undir lok venjulegs leiktíma, þar sem að boltinn vildi ekki niður.