Nú í kvöld mættust lið KR og Breiðabliks í undanúrslitum í Maltbikarkeppni karla. KR-ingar í 2.sæti í Dominos deild karla á meðan gestirnir úr Kópavogi sitja í 2.sæti í 1.deild karla. Leikurinn fór skemmtilega af stað en KR komst fljót í góða forystu sem þeir virtust ekki ætla að gefa af hendi enda virkuðu Blikarnir mjög stressaðir og ekki tilbúnir í leikinn. Það breyttist þó í 2.leikhluta þegar að Blikarnir tóku frábæran kafla og komu sér inn í leikinn með stórum körfum og frábærum varnarleik. 

 

Seinni hálfleikur fór einkennilega af stað en bæði lið voru mikið að tapa boltanum til að byrja með en náðu þó taktinum hratt aftur. KR-ingar leiddu allan leikinn en Blikarnir fylgdu þeim eins og skugginn og voru ekki tilbúnir til að gefa leikinn upp á bátinn. 

 

Fjórði leikhlutinn virtist vera einum of stór biti fyrir Blikana að reyna að elta KR en KR-ingar tóku frábært áhlaup og voru komnir 22 stigum undir þegar mest lét. 

 

Leikurinn endaði með 19 stiga sigri KR eftir hetjulega baráttu Breiðabliks. 

 

Lykillinn

 

Frábær breidd og hittni KR-inga var lykillinn að þessum sigri. KR-ingar fengu mörg stig alls staðar frá og reyndust Blikum of stór biti í kvöld. Kristófer með 18, Jón Arnór 16, Siggi Þorleifs 13, Darri 12, Jalen 9 stig og svo framvegis. Þegar þessir menn eru í sama ham og þeir voru í hérna í dag þá eru KR-ingarnir ótrúlega erfiðir við að eiga. 

 

Vesenið

 

Hræðileg skotnýting Blika hjálpaði ekki til í kvöld en þeir voru 3/25 í 3ja stiga skotum sem eru 12% en ef þú ætlar að vinna KR í undanúrslitum í bikar þá verða menn að skjóta betur. Blikarnir gáfu KR þó góðan leik fyrstu þrjá leikhlutana en þegar komið var í þann fjórða sigldu KR-ingar þægilega frammúr og stungu af. 

 

Stúkan

 

Það var vel mætt í stúkuna í kvöld en sérstakt hrós fá Kópacobana stuðningsmenn Breiðabliks en þeir fóru hamförum í kvöld og studdu sitt lið af mikilli ástríðu og hættu aldrei að hvetja sína men áfram. Stuðningsmenn til fyrirmyndar sem gaman er að fylgjast með. 

 

Samantektin

 

Manni fannst KR-ingar ekki vera á fullum krafti í kvöld en taka samt öruggan sigur og eiga því helling inni þegar þeir halda í úrslitaleikinn á laugardaginn. Blikarnir mega alveg ganga sáttir frá borði enda gáfu þeir núverandi Íslands og bikarmeisturum góðan leik alveg fram í miðjan 4.leikhluta en þá sprungu þeir. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn #1 (Davíð Eldur)

Myndasafn #2 (Væntanlegt)

 

Viðtöl eftir leik:

 

Fleiri viðtöl á leiðinni…

 

 

Umfjöllun / Axel Örn Sæmundsson

Myndir / Davíð Eldur