Rétt í þessu var tilkynnt hvaða listamenn og myndir það væru sem tilnefndar væru til Óskarsverðlaunanna 2018, en hátíðin mun fara fram þann 4. mars. Fyrir bestu tölvugerðu stuttmyndina fékk fyrrum leikmaðurinn, verðandi heiðurshallarmeðlimurinn Kobe Bryant tilnefningu fyrir mynd sína Kæri Körfubolti (e. Dear Basketball)

 

Þann 29. nóvember árið 2015 skrifaði Bryant bréf með sama nafni í Players´ Tribune þar sem hann tilkynnti það að hann ætlaði að hætta að tímabili loknu. Myndin er gerð uppúr því bréfi, þar sem Bryant les bréfið, John Williams sér um tónlistina og Glen Keane setti saman hreyfimynd.

 

Aðrar myndir tilnefndar í flokknum eru Garden Party, Lou, Negative Space og Revolting Rhymes.

 

Myndin:

DEAR-BASKETBALL_FULL_H264 from Believe Entertainment Group on Vimeo.