Skallagrímur

 

 

 

Annað árið í röð eru Borgnesingar komnir í höllina. Skallagrímur mætir Njarðvík í Maltbikarkeppni kvenna en liðið komst alla leið í úrslit á síðasta tímabili. Þar féll tapaði liðið fyrir Keflavík í úrslitum og klægjar væntanlega í fingurnar að fá að hefna þeirra úrslita í ár. 

 

Lykilleikmaður liðsins Sigrún Sjöfn hefur verið frá í nokkrar vikur og óvíst er um þátttöku hennar í leik dagsins. Hvort hún verði með eða ekki getur klárlega skipt sköpum eins og hefur sýnt sig í Dominos deildinni. 

 

Með Carmen Tyson-Thomas og hina nýju Ziomara Morrison þá ætti enginn að vanmeta þetta lið. Samkvæmt stöðunni í deildinni ættu Borgnesingar að fara auðveldlega í gegnum Njarðvík en einbeitingin þarf að vera í lagi. Umfram allt þurfa Fjósamenn að mæta í sínu besta formi og syngja úr sér lungun. 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Njarðvik fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: Njarðvík 61-76 Skallagrímur – 6. janúar 2018

Viðureign í 8 liða úrslitum: 92-47 sigur á ÍR

Viðureign í 16 liða úrslitum: 87-69 sigur á Fjölni

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

Síðasti bikarmeistaratitill: Aldrei

 

 

Fylgist með: Ziomara Esket Morrison

 

Algjörlega óvænt fékk Skallagrímur til liðs við sig þennan leikmann sem er frá Síle. Landsliðskona með eina ótrúlegustu ferilskrá sem sést hefur í Dominos deildinni. Morrison hefur leikið í WNBA og Euroleague en hún er einungis 29 ára gömul. Hún er hávaxin miðherji (1,95 cm) sem gæti reynst óstöðvandi gegn liði Njarðvíkur sem býr ekki yfir mikilli hæð. Leikmaður með slíka ferilskrá hefur varla sést í íslenskum körfubolta og því ættu allir að fylgjast með henni. 

 

Viðtal: