Njarðvík
Lið Njarðvíkur getur komist í úrslitaleik Maltbikarsins í fimmta sinn í sögunni með sigri á Skallagrím í undanúrslitum Maltbikars kvenna í dag. Njarðvík er enn án sigurs í Dominos deildinni og hafa tapað öllum 15 leikjunum hingað til.
Hinsvegar er liðið búið að slá út tvö sterk Dominos deildar lið í Maltbikarnum (Stjörnuna og Blika). Það er því bikarbragur yfir Njarðvík sem hefur unnið vel fyrir þessu sæti í undanúrslitunum.
Njarðvík er skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem þurfa að nýta reynsluna í höllinni til að verða betri leikmenn. Þessi bikarhelgi getur klárlega reynst gulrótin á tímabilinu fyrir liðið sem á góða möguleika á að komast í úrslit ef liðið finnur stemmninguna og sjálfstraustið.
Undanúrslitaviðureign: Gegn Skallagrím fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00
Síðasti leikur þessara liða í deild: Njarðvík 61-76 – 6. janúar 2018
Viðureign í 8 liða úrslitum: 77-74 sigur á Breiðablik
Viðureign í 16 liða úrslitum: 87-84 sigur á Stjörnunni
Fjöldi bikarmeistaratitla: 1
Síðasti bikarmeistaratitill: 2012
Fylgist með: Björk Gunnarsdóttur
Leikstjórnandinn ungi mun reynast lykilmaður í þessum leik ætli Njarðvík sér í úrslitaleikinn. Björk er stoðsendingahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu og hefur sýnt flotta frammistöðu. Uppalin Njarðvíkingur með frábært auga og ansi örugg á boltann. Hefur stjórnað liðinu vel í bikarleikjunum sem hafa unnist og er því forsenda fyrir árangri í þessari bikarhelgi sú að Björk eigi góða leiki.
Viðtöl: