Keflavík

 

 

 

Keflavík freistar þess í kvöld að fara í sinn 23. bikarúrslitaleik frá árinu 1987. Ríkjandi bikarmeistarar frá því að þær sigruðu Skallagrím í úrslitum keppninnar í fyrra. Í heildina hefur Keflavík unnið 14 titla en tapað í úrslitum í 8 skipti.

 

Eftir frekar hæga byrjun í deildinni í vetur hefur Keflavík verið að sækja í sig veðrið. Eru sem stendur í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Haukum. Efsta lið deildarinnar er Valur, en það er liðið sem að Snæfell sigraði í síðustu umferð bikarkeppninnar.

 

Keflavík með gífurlega vel mannað lið. Þrátt fyrir að haf misst þær Emelíu Ósk og Þórönnu Kiku í meiðsli. Með frábæran erlendan leikmann í Brittanny og einn besta leikmann Íslands í Thelmu. Með Salbjörgu, Ernu, Emblu, Irenu og Birnu eru þær með ansi breiðan hóp leikmanna sem geta vel átt góðan leik og skipt máli í leik kvöldsins.

 

Liðin mæst þrjú skipti í vetur, þar sem að Keflavík hefur alltaf haft sigur. Það er þó alls ekki öruggt að Keflavík sigri leik kvöldsins. Bikarkeppnin önnur keppni en deildarkeppnin og oftar en ekki hafa ótrúlegir hlutir gerst. 

 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Snæfell fimmtudaginn 11. janúar kl. 20:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: Snæfell 53-80 Keflavík – 6. janúar 2018

Viðureign í 8 liða úrslitum: 99-79 sigur á KR

Viðureign í 16 liða úrslitum: 43-96 sigur á Grindavík

Fjöldi bikarmeistaratitla: 14

Síðasti bikarmeistaratitill: 2017

 

 

Fylgist með: Thelmu Dís Ágústsdóttur

 

Eftir að hafa átt frábært tímabil í fyrra hefur og hlotið að launum verðlaun verðmætasta leikmann hefur Thelma bætt sig í flestum þáttum þennan veturinn. Er að skila 14 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik í vetur.

 

Viðtöl: