Keflavík sigraði Val í 12. umferð Dominos deildar karla með 87 stigum gegn 84. Eftir leikinn er Keflavík í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík með 14 stig, en Valur í því 9.-10. ásamt Þór með 8.
Fyrir leik
Nokkuð mikið gengið á í herbúðum Keflavíkur fyrir leik kvöldsins. Þar sem að þeir höfðu samið við nýjan erlendan leikmann í Dominique Elliott og leikstjórnandann Hörð Axel Vilhjálmsson. Þá vantaði bæði þá Reggie Dupree og Þröst Leó Jóhannsson í lið þeirra, en báðir eru frá vegna meiðsla.
Bæði lið fóru nokkuð köld inn í jólafríið. Þar sem að Valur hafði tapað 2 síðustu deildarleikjum sínum en Keflavík 3.
Gangur leiks
Heimamenn Í Val byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Eftir fyrstu fimm mínúturnar leiddu þeir með 7 stigum, 14-7. Keflavík náði þó aðeins að laga stöðuna undir lok leikhlutans, en þegar hann var á enda var Vlur þó enn á undan, 24-20. Leikurinn var svo jafn og spennandi til loka fyrri hálfleiksins. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja var staðan 42-40 fyrir Val.
Í upphafi seinni hálfleiksins tóku heimamenn svo öll völd á vellinum. Ná mest 11 stiga forystu um miðjan þriðja leikhlutann, 56-45. Með nokkrum góðum þristum frá Ágústi Orrasyni komast Keflvíkingar þá aftur inn í leikinn, en fyrir lokaleikhlutann leiðir Valur þó enn, 64-61.
Fjórði leikhlutinn var svo í járnum. Þar sem að hvorugt liðið náði að slíta sig almennilega frá hinu. Undir lokin voru það Keflvíkingar sem voru nokkrum stigum á undan, en gáfu heimamönnum nokkur góð tækifæri til þess að jafna leikinn. Þau tækifæri nýttu Valsrar hinsvegar ekki og fór svo að lokum að Keflavík sigraði leikinn með 3 stigum, 87-84.
Til að jafna leikinn #1
Til að jafna leikinn #2
Tölfræðin lýgur ekki
Heimamenn voru afleitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum. Settu aðeins 5 af 25 skotum sínum þaðan niður í leiknum, á meðan að Keflavík setti 12 af 33.
Hetjan
Keflavík fékk kraft af bekk sínum í kvöld. Bæði voru Daði Lár Jónsson og Ágúst Orrason þeim algjörlega ómetanlegir. Daði Lár með 8 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar, en Ágúst með 16 stig, 3 af 4 í þriggja stiga skotum.
Umfjöllun, viðtöl / Davíð Eldur
Myndir / Torfi Magnússon
Viðtöl: