Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna eftir að hlé hafði verið gert á deildinni á meðan að úrslit Maltbikarkeppninnar höfðu farið fram í síðustu viku. Í TM Höllinni í Keflavík sigruðu bikarmeistararnir topplið Vals, í Garðabæ vann Stjarnan lið Breiðabliks, Haukar unnu Njarðvík í Hafnarfirði og í Borgarnesi sigraði lið Snæfells heimastúlkur í Skallagrími.

 

Staðan við topp deildarinnar því næstum óbreytt, en Haukar og Keflavík þó nú aðeins einum sigurleik frá Val í efsta sætinu eftir umferðina.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild kvenna:

Haukar 87 – 55 Njarðvík
Skallagrímur 72 – 81 Snæfell
Keflavík 82 – 71 Valur
Stjarnan 72 – 63 Breiðablik

 

1. deild kvenna:

KR 93 – 36 Hamar